hero

Bananamúffur með súkkulaði

Þessar bananamúffur með súkkulaðibitum eru dásamlega góðar og innihalda engan hvítan sykur. Ótrúlega einfalt að útbúa þær, mjúkar og góðar. Það er hægt að leika sér með þessa uppskrift á ótal vegu, bæta döðlum út í og sleppa þá hunanginu og það má líka sleppa súkkulaðinu ef vill o.s.frv. Hollar og góðar múffur sem svíkur engan!

Innihald

2 egg

2-3 vel þroskaðir banananar (ég notaði 3)

1/2 bolli Akasíu hunang frá MUNA

1 tsk vanilludropar

2 bollar möndlumjöl (má nota hveiti eða spelt)

1/2 tsk vínsteinslyftiduft

1 tsk matarsódi

50 g dökkt súkkulaði (sykurlaust ef vill)

Aðferð

Stappið bananana og hrærið þá vel saman við eggin og bætið svo vanilludropum og hunangi út í. Öllum þurrefnunum bætt út í og hrært varlega saman. Deigið sett í múffuform og súkkulaðið saxað í grófa bita og sett ofan á hverja múffu fyrir sig.

Bakið í u.þ.b 12-15 mínútur við 175° og njótið vel.

Skráðu þig á póstlistann!