Hættustigi aflýst á Seyðisfirði en áfram óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austfjörðum

Austan veðrið sem hófst aðfaranótt mánudags er nú gengið niður að mestu. Mikið af snjó hefur tekið upp í neðri hluta hlíða, einkum við ströndina. Búast má við skúrum og hlýindum fram eftir kvöldi en svo styttir upp í nótt. Í fyrramálið kólnar lítillega og frystir til fjalla.

Tilkynnt hefur verið um vot flekaflóð og spýjur í grennd við Eskifjörð, Norðfjörð, í Oddsskarði og Fagradal.
Flóðin eru flest lítil eða meðal stór og fara ekki langt en með há brotstál. Í Fagradal hafa fallið stærri flóð en ekkert þessara flóða hafa ógnað byggð. Talið er að flóðin hafi flest fallið í veðrinu 1.jan.

Í aðdraganda veðursins var grunnvatnsstaða á Seyðisfirði og Eskifirði mjög lág en hækkað hefur lítillega í borholum á báðum stöðum síðasta sólarhringinn. Engar hreyfingar hafa þó greinst. Veðurspáin gerir ráð fyrir köldu veðri og lítilli úrkomu næstu sólarhringa og ætti grunnvatnsstaðan að lækka í kjölfarið. 

Ekki er talin vera snjóflóðahætta lengur á reitum 4 og 6 undir Strandartindi á Seyðisfirði og hættustigi aflétt kl. 19:00. Óvissustig verður áfram á Austfjörðum til morguns.

Vott flekaflóð ofan við Háhlíðar í Oddsskarði

Skildu eftir svar