Leikskrá Ðe Lónlí Blú Bojs

Page 1





ÐE LÓNLÍ BLÚ BOJS EFTIR HÖSKULD ÞÓR JÓNSSON

PERSÓNUR OG LEIKENDUR: SÖRLI: INGI ÞÓR ÞÓRHALLSSON PÁLL: MÍMIR BJARKI PÁLMASON VALDIMAR: VILBERG ANDRI PÁLSSON NJÁLL: STYR ORRASON ÞORVALDUR: JÓN SVAVAR JÓSEFSSON ÁLFRÚN: AGLA BRÍET EINARSDÓTTIR STÍNA: BERGLIND ALDA ÁSTÞÓRSDÓTTIR

LEIKSTJÓRN OG HANDRIT: HÖSKULDUR ÞÓR JÓNSSON

LÖG OG LAGATEXTAR: ÐE LÓNLÍ BLÚ BOJS

SÝNINGA- OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN: MÁNI HUGINSSON

TÓNLISTARSTJÓRN: KRISTJÁN STURLA BJARNASON BRYNJAR UNNSTEINSSON

SÖNGSTJÓRN: ÁSGRÍMUR GEIR LOGASON

LJÓSAHÖNNUN: PÁLMI JÓNSSON

HLJÓÐHÖNNUN: ÞÓRÐUR GUNNAR ÞORVALDSSON

LEIKMYND: HÖSKULDUR ÞÓR JÓNSSON

SVIÐSMAÐUR: KARLA KRISTJÁNSDÓTTIR

LJÓSMYNDUN OG GRAFÍSK HÖNNUN: STEFANÍA ELÍN LINNET


KÆRI LEIKHÚSGESTUR Mikið gleður mig að þú hafir gert þér ferð

tilbaka, þá hugsar maður með sér “já, veistu -

í þetta fallega hús, eitt af fáum sem eftir

þetta var kannski ekki svo galið.” Með þessu

standa af sínu tagi, og gefið okkur það tækifæri

litla hoppi okkar aftur í tímann langaði mig

að fá að skemmta þér og þínum. Ég vona að

bæði að leyfa yngri kynslóðinni að kynnast

það verði staðreyndin, að þú gangir héðan út

þessari tónlist, ásamt því að leyfa eldri

með bros á vör og hugsir með þér “já, veistu -

kynslóðinni að skjótast tilbaka og vekja upp

þetta var ekki svo galið.” Fljótir með í þetta litla

gamlar og góðar minningar. Þetta er sýning sem

ferðalag okkar um drauma og bresti og allt það

ég trúi að flestir ættu að tengja við á einhvern

sem er þar á milli.

hátt, enda hefur þessi saga verið sögð í ein-

Með stillt á Rás 1 á fallegri vetrarnóttu hljómaði

hvers konar búningi mörg hundruð sinnum

lagið Lónlí blú boj í útvarpinu og reyndi ég

og á eftir að segja hana enn oftar í enn fleiri

að átta mig á því hvaða lag þetta væri. Þegar

búningum. Ég á þessum fallega hóp sem kom

ég svo komst að því að þetta væru strákarnir

að þessari sýningu allt að þakka og meira en

úr sveitinni Ðe Lónlí Blú Bojs með ð-i, þá var

það. Ég er svo þakklátur fyrir alla sem höfðu trú

ekki aftur snúið. Fór ég í gamla plötukassann

á þessari hugmynd hjá mér og hoppuðu

hjá pabba og fann þar eina slitna og rispaða

með mér út í blákaldan sjóinn og gerðu

plötu sem svo heppilega vildi til að var með

þetta að veruleika með mér.

þeim. Ég varð heillaður af þeim, þá sérstaklega nafninu og tónlistinni og fór strax að skrifa. Frá

Það er eitthvað að fæðast hérna.

því svona hugmynd fæðist í kollinum á manni

TDBD

og standa svo á þessum tímapunkti og hugsa

- Höskuldur Þór



PERSÓNUR OG LEIKENDUR SÖRLI

INGI ÞÓR ÞÓRHALLSSON Uppsetning Þjóðleikhússins á söngleiknum Oliver! var fyrsta leiksýning sem Ingi Þór tók þátt í. Hann tók þátt í öllum uppsetningum Nemendamótsnefndarinnar á skólagöngu sinni í Verzlunarskólanum, en sem nýnemi lék hann í Saturday Night Fever árið 2015. Næst lék hann Harold Zidler í Moulin Rouge árið 2016 og þar á eftir lék hann séra Kristinn, föður Evu, í Fútlúsz (Footloose) árið 2017. Síðast, en alls ekki síst, lék hann aðalhlutverkið Max Bialystock í uppsetningu Nemendamótsnefndarinnar á Framleiðendunum (The Producers). Hann hefur einnig tekið þátt í ýmsum talsetningaverkefnum. PÁLL

MÍMIR BJARKI PÁLMASON Spaugstofan var fyrsti vettvangur þar sem Mímir nýtti leiklist sína sem barn. Hann lék í kvikmyndinni Noah árið 2012 þar sem hann lék með leikurum á borð við Emmu Watson og Russel Crowe, en myndin var frumsýnd árið 2014. Árið þar á eftir lék hann í stuttmyndinni Mynstur árið 2013. Mímir lék Hadley yfirfangavörð í uppsetningu Listafélags Verzlunarskóla Íslands á Shawshank-fangelsinu (Shawshank Redemtion) árið 2018. Síðast lék hann Svenna, aðalhlutverkið, í uppsetningu Nemendamótsnefndarinnar á Xanadú.


VALDIMAR

VILBERG ANDRI PÁLSSON Það var í 10. bekk Valhúsaskóla þegar Vilberg hóf leiklistaráhugann þegar hann lék Aladdin í samnefndri uppsetningu skólans árið 2014. Eftir grunnskólaárin stundaði Vilberg nám í Verzlunarskóla Íslands á listabraut. Þar tók hann virkan þátt í leiklistarlífi skólans og lék þar á meðal í uppsetningu Nemendamótsnefndarinnar á Moulin Rouge árið 2016 og uppsetningu Listafélagsins á Herra Kolbert árinu áður. Vilberg lék einnig í samspunaleikriti Listafélagsins, SKÖMM, og í söngleiknum Fútlúsz (Footloose) árið 2017. Vilberg lék Roger DeBris í stórglæsilegri uppsetningu Nemendamótsnefndarinnar á Framleiðendunum (The Producers). Eftir útksrift 2018 lærði Vilberg söng í Complete Vocal Institute í Kaup-w mannahöfn. NJÁLL

STYR ORRASON Styr var meðlimur í skemmtiþátta- og laganefnd Verzlunarskólans, Rjómanum, skólaárið 2017 til 2018. Sama ár sat hann í annálsnefnd Nemendamótsnefndarinnar, þar sem nefndin setti saman þátt og gerir grín af liðnu skólaári. Síðar var Styr í sigurliði Verzlunarskóla Íslands í MORFÍs, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólana, árið 2019. Ðe Lónlí Blú Bojs er því frumraun Styrs sem leikari. Umfram allt hefur Styr ofnæmi fyrir allmörgu, þar á meðal fiski og hestum.


ÁLFRÚN

AGLA BRÍET EINARSDÓTTIR Fyrsta leikhúsverkefnið sem Agla tók að sér var sýningin Óvitar í Þjóðleikhúsinu árið 2013. Einnig lék hún í uppsetningu Borgarleikhússins á Línu Langsokk árið 2014. Árið 2016 lék hún Svandísi, eitt af aðalhlutverkum sýningarinnar, í Stefán rís, sýning sem var sýnd í Gaflaraleikhúsinu. Agla Bríet fór á kostum í uppsetningu Nemendamótsnefndar Verzlunarskóla

Íslands

á

Framleiðendunum

(The

Producers) árið 2018 í hlutverki sænsku dömunar Ullu. Árið áður lék hún aðalhlutverk í samspunaleikritinu SKÖMM í uppsetningu Listafélags Verzlunarskólans. Agla Bríet hefur tekið þátt í ýmsum talsetningastörfum, þar á meðal talaði hún fyrir Vaiönu í kvikmyndinni Vaiana (Moana). ÞORVALDUR

JÓN SVAVAR JÓSEFSSON Jón Svavar er menntaður óperusöngvari frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg. Jón hefur einnig sótt fjölda námskeiða í söng- og sviðslistum á Íslandi, Belgíu, Austurríki og á Akureyri og hefur hann haldið marga einsöngstónleika á Íslandi, sungið víða sem og annarsstaðar. Þá hefur Jón Svavar sungið fjölda einsöngshlutverka og kórverka, með Sinfóníuhljómsveit

Íslands,

fóníunni

og

Íslensku öðrum

Óperunni,

kammerhópum.

UngJón

hefur starfað sem söngvari, leikari, kórstjóri og kennari síðastliðin ár og komið fram með sjálfstæðum tónlistar- og leikhópum. Jón vann einnig sem dansari við Borgarleikhúsið í sýningunum Mary Poppins og Billy Elliot.


STÍNA

BERGLIND ALDA ÁSTÞÓRSDÓTTIR Berglind hóf feril sinn að alvöru á listabraut í Verzlunarskólanum þar sem hún lék í uppsetningu Nemendamótsnefndarinnar á Moulin Rouge árið 2016 og uppsetningu Listafélagsins á Herra Kolbert árið 2015. Hún lék Sollu í Fútlúsz (Footloose) og Fransescu Liebkind í Framleiðendunum (The Producers) hjá Nemendamótsnefndinni árin þar á eftir. Hún hefur verið kynnir á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, síðastliðin tvö ár, og var meðlimur í Rjómanum, skemmtiþátta og laganefnd Verzlunarskólans árin 2016 til 2017. Berglind skrifaði og lék í sýningunni Fyrsta skiptið sem sýnt var í Gaflaraleikhúsinu árið 2018. Síðast en ekki síst var hún kynnir í þáttaröðinni Verksmiðjan sem sýnd var á RÚV árið 2019.




LISTRÆNIR STJÓRNENDUR LEIKSTJÓRN OG HANDRIT

HÖSKULDUR ÞÓR JÓNSSON

Höskuldur Þór er stúdent frá Verzlunarskóla Íslands. Hann byrjaði í samkvæmisdansi 4 ára gamall og stundaði hann í 13 ár. Hann hefur dansað og leikið á allskyns stórtónleikum og viðburðum. Í gegnum dansinn komst hann svo í kynni við leikhúsið. Hann tók þátt í sinni fyrstu leiksýningu 10 ára gamall þar sem hann lék og dansaði í sýningunni Skoppa og Skrítla á Tímaflakki í Borgarleikhúsinu. Þar má segja að áhugi hans á leiklist hafi kviknað. Því næst tók hann þátt í uppsetningu á Galdrakarlinum í Oz sem sýnt var á stóra sviði Borgarleikhússins. Næst lá leið hans í Verzlunarskólann þar sem hann stundaði nám á viðskiptabraut. Ásamt náminu tók hann virkan þátt í skólaleikritunum, þar sem hann meðal annars lék aðalhlutverk í söngleiknum Fútlúzs og The Breakfast Club. Ásamt því lék hann og dansaði í söngleikjunum Billy Elliott og MAMMA MIA í Borgarleikhúsinu. Eftir skólagönguna leikstýrði hann sínu fyrsta leikriti, ásamt Viktori Pétri, sem byggt var á kvikmyndinni Shawshank Redemption. Var leikritið sett upp í hátíðarsal Verzlunarskóla Íslands og naut vinsælda. Í framhaldi að því skrifaði hann sitt fyrsta leikrit sem ber nafnið Ðe Lónlí Blú Bojs.


SÝNINGA- OG FRAMLEIÐSLUSTJÓRN

MÁNI HUGINSSON

Fyrsta verkefnið sem Máni tók þátt í var uppsetning Garðaskóla á Litlu Hryllingsbúðinni árið 2015, þar sem hann var aðstoðarleikstjóri. Hann var aftur aðstoðarleikstjóri árið eftir þar sem Garðaskóli setti upp Cry Baby árið 2016. Í Verzlunarskólanum var Máni aðstoðarleikstjóri Listafélagsins tvisvar, í uppsetningu þess á The Breakfast Club árið 2016 og SKÖMM árið 2017. Hann sat í Nemendamótsnefndinni skólaárið 2017 til 2018 þar sem nefndin setti upp Fútlúsz (Footloose). Síðast en ekki síst var Máni formaður Nemendamótsnefndarinnar þar sem hann stýrði uppsetningu hennar á Framleiðendunum (The Producers) í Háskólabíói. Núna, eftir útskrift, vinnur hann sem umsjónarmaður barna í söngleiknum Matthildur í Borgarleikhúsinu. SÖNGSTJÓRI

ÁSGRÍMUR GEIR LOGASON Ásgrímur Geir er útskrifaður leikari úr Rose Bruford háskólanum í Bretlandi en hefur fengist við leik, söng og dans allt sitt líf. Hann tók mikið þátt í leiksýningum Verzlunarskólans á sínum tíma en hefur nú verið að leikstýra sýningum

fyrir

menntaskóla

og

grunn-

skóla ásamt því að fást við leiklist og tónlistarkennslu. Ásgrímur hefur sett upp tónleika, stýrt kórum og söngstýrt mörgum verkefnum. Þá hefur hann einnig leikið bæði á sviði og í kvikmyndum.


TÓNLISTARSTJÓRN

KRISTJÁN STURLA BJARNASON OG BRYNJAR UNNSTEINSSON Kristján Sturla og Brynjar Ingi hafa lengi verið í tónlist og marga fjöruna sopið. Brynjar er bassaleikari í grunninn en Kristján píanóleikari. Brynjar er menntaður í Music Technology úr Rose Bruford en Kristján stundaði tónlistarnám við FÍH. Þeir hafa komið víða við í tónlist og spilað í mörgum hljómsveitum, einna mest með tónlistarmanninum Jóni Jónssyni. Kristján og Brynjar hafa séð um tónlistarstjórn í söngleikjum Verzlunarskólans, þar á meðal Með allt á hreinu árið 2014 og Fútlúsz (Footloose) árið 2017, ásamt fleiri verkefnum. Kristján hefur mest samið tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir undanfarin ár og Brynjar leikið á rafbassann og stýrt upptökum í öðrum verkefnum. Ásamt því reka þeir Tónlistarfélag fyrir ungt fólk og stúdíóið Hljóðmúla.


LJÓSAHÖNNUN

PÁLMI JÓNSSON Pálmi er sjálfmenntaður ljósahönnuður- og forritari og hefur starfað fyrir Borgarleikhúsið og sjálfstætt í að verða 5 ár. Dæmi um verkefni hans eru ljósahönnun á Club Romantica í Borgarleikhúsinu og ljósaforritun á Elly, Rocky Horror, Bláa Hnettinum, Guð Blessi Ísland, Himnaríki og Helvíti, Ríkharði III og Matthildi í uppsetningu Borgarleikhússins og Fórn, Verk nr. 1 og Best of Darkness í uppsetningu Íslenska Dansflokksins. Pálmi er einnig myndbandshönnuður og hefur hannað efni fyrir Borgarleikhúsið, Þjóðleikhúsið, RÚV, SENU Live, Íslensku Sinfóníuhljómsveitina ásamt því að hafa hannað fyrir fjölmarga listamenn og hátíðir.

LJÓSMYNDUN OG GRAFÍSK HÖNNUN

STEFANÍA ELÍN LINNET Stefanía hefur ekki lagt myndavélina frá sér síðan hún uppgötvaði guðdómleikann sem hún felur með sér. Þrátt fyrir verulega þyngd vélarinnar hefur Stefanía haldið sér við hana í þó nokkur ár. Í Verzlunarskólanum fékk Stefanía að blómstra í því sem henni þótti skemmtilegast og sá hún meðal annars um að gera plaköt og bæklinga fyrir nemendafélagið. Einnig sat hún í ritstjórn Verzlunarskólablaðins tvö ár í röð þar sem hún sá um ljósmyndir, myndvinnslu og viðtöl fyrir V83 og V84. Eftir útskrift hefur hún starfað sjálfstætt og myndað fyrir allskonar fyrirtæki, sem dæmi má nefna Hendrikka Waage, Vínnes, Húrra Reykjavík, NTC og fleiri. Næsta haust heldur Stebba síðan út til London að læra tískuljósmyndun við London College of Fashion.


HLJÓÐHÖNNUN

ÞÓRÐUR GUNNAR ÞORVALDSSON Þórður Gunnar Þorvaldsson lauk B.A. gráðu frá SAE Institute London sumarið 2015. Hann hefur starfað við fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis en þar má nefna Off Broadway verðlaunasýninguna Saga eftir leikhópinn Wakka Wakka, Billy Elliot, Vegbúar, Mamma Mia, Rocky Horror, Elly og Matthildi í Borgarleikhúsinu og Fjarskaland, Húsið, Hvað ef? og Álfahöllin í Þjóðleikhúsinu. Þórður Gunnar hefur samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti Ævars Vísindamanns og útvarpsleikhúsið. Hann hefur einnig unnið sem upptökustjóri og tekið upp og hljóðblandað fjöldann allan af plötum.





ÐE LÓNLÍ BLÚ BOJS SAGA HLJÓMSVEITARINNAR

Hljómar

Fyrstu skrefin

Saga Ðe Lónlí Blú Bojs hefst með stofnun suðurnesjahljómsveitarinnar Hljómar. Hljómar var stofnuð árið 1963 og var rokkhljómsveit sem samanstóð af tónlistarmönnunum Guðmundi Ingólfssyni, Gunnari Þórðarsyni, Einari Júlíussyni, Eggerti Kristinssyni og Rúnari Júlíussyni. Þannig var málið með vexti að Eggert fór í mánaðarferð til Englands þar sem hann heillaðist af kvartetti sem hann sá spila. Þeir voru nýbúnir að gefa frá sér plötu. Hljómsveit sú kallaði sig The Beatles. Hljómar fengu innblástur þaðan og var fyrsta íslenska Bítlabandið sem náði almennilegum vinsældum. Hljómar gekk sinn vanagang með miklum vinsældum, en áttu nokkrar mannabreytingar sér stað. Undir lokin bættust inn þeir Engilbert Jensen og Björgvin Halldórsson. Árið 1974 gáfu Hljómar út plötu en voru að mati þjóðarinnar ólíkir hinum gömlu góðu Hljómum. Þeir létu það ekki stoppa sig, gáfu út eina plötu í viðbót, en þessar plötur náðu aldrei eins mikilli hylli og Hljómplöturnar gerðu forðum. Þá komu Ðe Lónlí Blú Bojs til sögunnar.

Strax var hafist handa við að gefa út litla tveggja laga plötu sem innihélt lögin Diggi Liggi Ló og Kurrjóðglyðru. Útgáfufyrirtæki Gunnars og Rúnars, Hljómar, gáfu plötuna út. Sveitin varð strax mjög vinsæl og ekki leið á löngu þar til breiðskífan Stuð Stuð Stuð var gefin út árið 1975. Platan varð mjög vinsæl og seldist í um 10.000 eintökum. Þorsteinn Eggertsson var einn hugmyndasmiðanna á bak við tjöldin, og samdi textana við mörg af lögum sveitarinnar. Þess vegna má gjarnan kalla hann fimmta meðliminn. Hann myndskreytti plötuumslag Stuð Stuð Stuð og skrifaði skemmtilegan texta aftan á plötuna og þar er talað um hljómsveitarmeðlimina Sörla, Njál, Pál og Valdimar. Lögin á plötunni voru flest erlend lög með íslenskum texta eftir Þorstein, en vinsælasta lagið var þó Heim í Búðardal eftir Gunnar með texta Þorsteins, en Þorsteinn er sagður hafa samið textann á átta mínútum.

Upphafið Það var því árið 1972 sem Gunnar Þórðason, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen og Björgvin Halldórsson vildu breyta um stíl og stofnuðu því nýtt band með nýjar áherslur. Þeir reyndu að halda hljómsveitinni leyndri og halda nafnleynd en fljótlega vissi almenningur hverjir voru í sveitinni. Sagan segir að Sigríður Þorleifsdóttir, móðir Björgvins, hafi komið með hugmynd af nafni fyrir bandið og það var tekið upp. Nafnið var að sjálfsögðu, Ðe Lónlí Blú Bojs.

Hinn gullni meðalvegur Önnur plata kom einnig út sama ár, Hinn Gullni Meðalvegur, sem var einnig gefin út af Hljómum. En nú var komið babb í bátinn og brestir í samstarfið. Ekki vegna tónlistarlegs ágreinings, heldur vegna útgáfufyrirtækis Gunnars og Rúnars, Hljómum. Að lokum leystist það upp og þeir stofnuðu báðir sín eigin útgáfufyrirtæki, Gunnar stofnaði fyrirtækið Ými og Rúnar stofnaði Geimstein.


Síðasta platan Ýmir gaf út síðustu plötu sveitarinnar, Á ferð, sem var gefin út árið 1976, en sumarið sama ár fór sveitin í sveitaballaferð um landið. Platan seldist ekki jafn vel og þær fyrru, og fékk ekki góða dóma í Poppbók Jens Guðmundssonar. Samt sem áður voru lög á plötunni sem urðu vinsæl, eins og Fagra litla diskó dís og Hamingjan. En eftir ágreining Gunnars og Rúnars var ljóst að það yrði ekki meira samstarf hjá hljómsveitinni.

Á seinni árum Ðe Lónlí Blú Bojs kom ekki almennilega fram aftur, en spilaði nokkrum sinnum árið 1985 og einnig árið 2005. Lög sveitarinnar rötuðu í ýmsar safnplötur íslenskra laga en það hafa einnig komið þrjár safnplötur með lögum sveitarinnar. Vinsælustu lögin kom út árið 1977, 25 vinsælustu lögin kom út árið 1989 og Komplít kom út árið 2005, tvöföld safnplata með öllum lögum sveitarinnar.




ÞORSTEINN EGGERTSSON VIÐTAL

Máni, Stefanía og Höskuldur kíktu í heimsókn til Þorsteins Eggertssonar og konu hans Jóhönnu Fjólu. Þorsteinn var náinn Ðe Lónlí Blú Bojs og gat gefið þeim sögur frá skemmtilegu sjónarhorni, enda textasmiður hljómsveitarinnar. Eftir dræmar unditektir um að hafa boðið unga fólkinu kaffibolla, staðhæfir Fjóla að unga fólkið er hætt að drekka kaffi og býður þeim gos og safa sem vakti mikla lukku meðal viðtalenda.

Hvert var þitt helsta hlutverk innan ÐLBB? “Ég var aðallega að semja lagatexta, svo teiknaði ég á plötuumslög og skrifaði stundum eitthvað bull aftan á þau.” segir Þorsteinn og glottir. “Eins og þegar ég tók “viðtal” við þá Njalla, Palla, Valdimar og Sörla sem var aftan á plötunni Stuð stuð stuð. Viðtalið var tómt bull frá upphafi til enda. Annars voru þeir fjórir í hljómsveitinni og svo var ég þeim innan handar. Við vorum bara svona klíka. Vinahópur.”

Af hverju vildu ÐLBB taka aðra stefnu en Hljómar? “Hljómar höfðu tekið sér svolítið frí í nokkur ár og gáfu svo út plötu með enskum textum. Hún gekk ekki neitt. Þá var Björgvin Halldórsson kominn í Hljóma. Hann sagði bara að þetta gengi ekki neitt að hafa þetta svona. Þessi Hljómaplata var soldið þung, en hann vildi hafa aðgengilegri músík, eins og ameríska sveitamúsík, country and western og popp. Eitthvað sem var hægt að spila á sveitaböllum sem voru út um allt hverja helgi á þessum tíma.

Af hverju vilduð þið halda nafnleynd? “Þeir voru svolítið að prófa almenning og athuga hvort fólk þekkti raddirnar. Svo þegar Stuð stuð stuð kom út seldist hún strax alveg rosalega vel, en hún var aldrei auglýst. Eina auglýsingin var þessi leyndardómur um hljómsveitina, sem gerði fólk forvitið og fréttist út. Við þurftum ekki að eyða krónu í auglýsingar en platan seldist samt í 10.000 eintökum á einum mánuði. Það var farið að spila þessi lög mikið í útvarpinu, þá sérstaklega Heim í Búðardal og Það blanda allir landa, á hverjum einasta degi, oft á dag, og það var góð auglýsing líka, því það hlustuðu allir bara á eina útvarpsstöð. Svo ef að eitthvað lag var spilað þá heyrðu það allir. En það var fréttamaður sem afhjúpaði nöfnin. Fréttamaðurinn var eiginlega hálfhneykslaður, sagði að það væri ekkert hægt að halda þessu leyndu; það vita allir hverjir þetta eru. Svo hann birti bara nöfnin.”



Var ÐLBB mikið að troða upp eða var hún aðallega í plötuútgáfum? “Nei, hún var ekki svo mikið að troða upp. Þeir gáfu út tveggja laga plötu, Diggi liggi ló, sem gekk ágætlega svo þeir ákváðu að gefa út breiðskífuna Stuð stuð stuð sem náttúrulega sló í gegn. En það var eftir að plöturnar urðu vinsælar sem að þeir fóru að túra, því fólk vildi sjá þessa menn. Þetta voru svo miklir karakterar, og stór nöfn.”

Fékkstu einhvers staðar innblástur? “Nei, ég bara varð að gera þetta í hvelli. Gunnar spurði einu sinni hvort að ég væri búinn að gera texta við ákveðið lag. En nei, ég var ekkert farinn að pæla í þessu lagi og hann sagði: “Sko, ég er að fara í stúdíóið eins og er og þarf að fá textann núna”. Ég var að fara í bíó og hafði ekki fengið neinn tíma til að gera þetta.” Þorsteinn setur upp hugsunarsvip. “Svo ég hugasaði með mér: “Ókei, þetta er svona country and ‘western, country... and western... það er... sveit fyrir vestan. Hvaða sveit er fyrir vestan? Ókei: Búðardalur. Það er sveit fyrir vestan.” Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hafi verið í sveit þarna, en ég þurfti að rumpa af mér texta. Ég handskrifaði þetta í hvelli heima og fór með þetta til Rúnars þar sem Mæja kona hans tók á móti þessu. Svo var ég rokinn í bíó og heyrði aldrei lagið fyrr en það kom út. Ég gleymdi meira að segja að setja strik yfir einn stafinn, því ég ætlaði að skrifa “heitinni” en það getur litið út eins og “heilinni” ef það er ekki strik í gegn um t-ið. Engilbert las “heilinni” og skyldi ekkert, svo hann söng bara “heillinni” og fólk lærði þetta þannig.” segir Þorsteinn og hlær af þessu skemmtilegu mistökum.

Bjóstu til texta eða þýddir þú þá? “Ég hvort tveggja samdi texta fyrir lögin og þýddi þá. Stundum var ég að endursegja einhverjar sögur en oftar fékk ég einhverja hugmynd, eins og þegar Gunnar spurði hvort ég væri búinn að semja texta við lagið Okie from Muskogee. Þá sagði ég bara já. Ég var á Stapanum og ég var búinn að fá mér í glas, og ég sagði “Jáá, ég er alla veganna kominn með nafnið”. Þá spurði hann hvað það átti að heita. Og ég var ekki einu sinni kominn með nafnið. Svo ég skáldaði á staðnum: “Það á bara að heita hérna... Það blanda... allir landa... upp til stranda”. Og honum fannst það ókei og mér fannst það líka. Það var oft þannig að textar komu bara upp á staðnum, og það voru bestu textarnir.” segir Þorsteinn og yppir öxlum.

Hvers vegna hættu ÐLBB? Sagan segir að það varð ósætti á milli Gunnars og Rúnars. “Ég held að hún sé nokkuð rétt. Þeir voru farnir að gefa út sínar eigin plötur. Gunnar stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem hét Ýmir. Það gekk ekki mjög lengi, bara eitt eða tvö ár. Rúnar var með stúdíó í Keflavík og hafði meira á bak við sig, hafði þéttari sambönd. Það voru hermenn sem fengu alltaf tíma hjá hWWonum til að taka upp lög og svona. Hann hafði tök á þessu. Gunnar gafst upp á útgáfunni, og þegar það gerðist voru þeir komnir soldið í sitthvora áttina. En þetta gekk í einhver misseri en urðu svo aftur mestu mátar. Þetta var bara einhver misrétti sem tók smá tíma að lagast.”




Sérstakar þakkir Uppsláttur ehf. Reitir ehf. Hertex Djúpið Matarkjallarinn Flugfélagið Ernir Hannesarholt Bæjarbíó Árni vaktmaður Katla Njálsdóttir Mikael Emil Kaaber Hjörtur Guðnason Þorsteinn Eggertsson Páll Eyjólfsson Hekla Nína Hafliðadóttir

Umbrot og hönnun Stefanía Elín Linnet

Ábyrgðamenn Höskuldur Þór Jónsson Máni Huginsson

Prentun Ísafoldarprentsmiðja



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.