Framtíðin er okkar – Öskudagsráðstefna 2022

Framtíðin er okkar - öskudagsráðstefna 2022

Fagráðstefna kennara í grunnskólum verður haldin miðvikudaginn 2. mars 2022  á Hilton hóteli Nordica.

Framtíðin er okkar

Undanfarna tvo áratugi hefur skapast sú hefð að halda ráðstefnuna síðdegis á öskudegi og hefur hún jafnan verið afar fjölsótt. Þátttakendur þurfa að skrá sig á ráðstefnuna. Skráning hér fyrir neðan. 

Dagskrá

  • Setning
    Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari í Klettaskóla
  • Gamanmál
    Hundur í óskilum
  • Hvað höfum við lært og hvað gerum við næst?
    Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari og frumkvöðull
  • Verðlaunaafhending
    Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs 2022  Minningarverðlaun Arthurs Morthens 2022
  • Kaffihlé
  • Hugmyndaauðgin í skólastarfinu
    - Austur – Vestur, sköpunarsmiðjur
    – verkefnastjórarnir Guðbjörg Bjarnadóttir í Ingunnarskóla, Guðlaug Elísabet Finnsdóttir í Vesturbæjarskóla og Jónella Sigurjónsdóttir í Selásskóla
    - Starfendarannsóknir í Dalskóla – Sigríður Schram kennari í Dalskóla
  • Laðaðu til þín það góða – Að tendra neistann eftir COVID
    Sirrý Arnardóttir, stjórnendaþjálfari og kennari við Háskólann á Bifröst.
  • Samantekt og ráðstefnulok
    Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs.

Ráðstefnustjóri: Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu SFS

Nánar um dagskrána

Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt að vanda. Hanna Rún Eiríksdóttir kennari í Klettaskóla sem nýverið hlaut Íslensku menntverðlaunin, setur ráðstefnuna.

Hinn bráðskemmtilegi dúett Hundur í óskilum mun flytja gamanmál.

Aðalfyrirlesari er Ingvi Hrannar Ómarsson grunnskólakennari og frumkvöðull. Ingvi Hrannar er með meistaragráðu frá Stanford Háskóla í Bandaríkjunum. Hann er hugmyndasmiður Utís ráðstefnunar auk þess að vera handhafi Íslensku menntaverðlaunanna 2020 fyrir fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni. Ingvi Hrannar hefur haldið fyrirlestra og vinnustofur um allan heim um framtíðarfærni og aðstoðað skóla og fræðsluskrifstofur með ýmiss konar stefnumótun og innleiðingu. 

Að venju verða Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs veitt á ráðstefnunni fyrir framúrskarandi verkefni í grunnskólastarfi og einnig Minningarverðlaun Arthurs Morthens sem nú eru veitt í fimmta og síðasta sinn fyrir skóla sem eru til fyrirmyndir á skólastarfi án aðgreiningar.

Eftir kaffihlé verða tvö erindi um áhugaverða verkefni á vettvangi grunnskólastarfs í borginni. Annars vegar verður verkefnið Austur – Vestur, sköpunarsmiðjur  kynnt af verkefnastjórunum Guðbjörgu Bjarnadóttur í Ingunnarskóla, Guðlaugu Elísabetu Finnsdóttur í Vesturbæjarskóla og Jónellu Sigurjónsdóttur í Selásskóla. Hins vegar verður verkefnið Starfendarannsóknir í Dalskóla kynnt af Sigríði Schram kennara í Dalskóla

Í lok ráðstefnunnar er stuttur og hvetjandi fyrirlestur þar sem Sirrý Arnardóttir, stjórnendaþjálfari og kennari við Háskólann á Bifröst, kemur með ,,verkfærakistu” með tólum og tækjum sem við öll búum yfir til að hlaða batteríin eftir krefjandi tíma. Rætt er um hverju við getum stjórnað til að laða til okkar það góða í samskiptum og tækifærum. Að efla sjálfstraustið líka þegar á móti blæs og endurhlaða orkuna. Sirrý er m.a. höfundur bókanna: ,,Laðaðu til þín það góða”, ,,Örugg tjáning – betri samskipti”, ,,Þegar kona brotnar og leiðin út í lífið á ný” og ,,Þegar karlar stranda og leiðin í land”. Hún er menntuð í félags- og fjölmiðlafræði, á að baki 30 ára farsælan feril í fjölmiðlum og starfar í dag sem stjórnendaþjálfari, háskólakennari, verkefnastjóri í ,,Mætti kvenna – rekstur fyrirtækis” og hefur skrifað 8 bækur.

Við ráðstefnuslit mun ráðstefnustjórinn Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu grunnskóla á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, vera með stutta samantekt.