Fundargerðir grænfánanefndar

Ellefti fundur Grænfánanefndar, föstudagur 21. apríl kl. 10:50-11:30

Mætt voru: Camilla, Jón Bjartur, Karen Sif, Margrét, Málfríður, Perla, Sóley, Stella og Tinna.

Fundurinn var notaður í að vinna skipulag fyrir umhverfisdaginn 25. apríl. Vinabekkirnir voru með dagskrá saman.

Vinabekkir eru:

Nemendur í Grænfánanefndinni stjórna stöðvunum en kennarar og stuðningsfulltrúar aðstoða þau við stjórnunina. 

Bætt við 25. apríl eftir vinabekkjastöðvarnar: hver vinabekkjaeining var með 80 mínútur í stöðvavinnu. Grænfánanemendur stóðu sig með prýði og dagurinn heppnaðist vel í fallegu en köldu vorveðri.

Tíundi fundur Grænfánanefndar, föstudagur 14. apríl kl. 10:30-11:10

Mætt voru: Alfreð, Camilla, Ísabella, Ísak, Jón Bjartur, Karen, Katrín, Margrét,Perla, Sóley, Stella og Tinna

Dagskrá:

Níundi fundur Grænfánanefndar, þriðjudagur 28. mars kl. 12:50-13:30

Mætt voru: Tinna, Sóley, Jón Bjartur, Karen, Málfríður, Katrín, Stella og Margrét

Dagskrá: Finna verkefni sem skólinn getur gert í tilefni af umhverfisdeginum 25. apríl. 

Hugmyndir frá eldri krökkunum: 

Hugmyndir frá yngri krökkunum: 

Tvær eða fleiri kennslustundir yrðu teknar undir þessi verkefni, vinabekkir myndu jafnvel vinna saman.


Næsti fundur verður haldinn föstudaginn 14. apríl kl. 10:30-11:10

Áttundi fundur Grænfánanefndar, föstudagur 10. mars kl. 10:30-11:10

Mætt voru: Ísak, Ísabella, Eygló

Dagskrá: Hugstormun um Grænfánadaginn 25. maí og athuga hvernig kynningar ganga.

Það er fámennt á þessum fundi og hann að mestu notaður til að nemendur haldi áfram með kynningar sínar.

Fleira var ekki gert, næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 28. mars kl. 12:50-13:30

Sjöundi fundur Grænfánanefndar, mánudagur 20. febrúar kl. 13:30-14:10

Mætt voru: Ísak, Alfreð, Jón Bjartur, Camilla, Margrét, Stella, Eygló og Ísabella.

Við fórum yfir gátlistann fyrir lýðheilsu, margt hefur áunnist síðan fyrir ári en enn eru nokkur atriði sem þarf að skerpa á. Haldinn verður kennarafundur á morgun þar sem farið verður yfir Grænfánaverkefnið og kennarar hvattir til dáða. Uppfærðan gátlista fyrir feb 2023 má finna hér.

Jóhanna sagði nemendum frá því að búið er að festa dag fyrir græfánaúttektina þann 25. maí í vor en það er einmitt annar af tvöföldu dögunum okkar þar sem kennsla verður með venjulegum hætti um morguninn en síðan verður vorhátíð Engjaskóla seinni partinn. Við þurfum að ákveða hvort afhending grænfánans verður á venjulega skóladeginum þennan dag eða seinni partinn á vorhátíðinni.

Nokkrir nemendur nýttu tímann á fundinum og voru líka að vinna í fræðsluefninu sínu. Eygló og Ísabella fóru og töluðu við umsjónarkennara í 6. bekk og fundu tíma til að koma inn með kynninguna sína þann 6. mars n.k.

Næstu fundir verða notaðir í hugstormun um Grænfánadaginn og að ljúka þeim kynningum sem eftir eru.

Næsti fundur verður föstudaginn 10. mars kl. 10:30 - 11:10

Sjötti fundur Grænfánanefndar, þriðjudagur 31. janúar kl. 8:45-9:30

Mætt voru: Alexander, Alfreð, Camilla, Daníel, Eygló, Ísak, Margrét, Perla, Stella

Ákveðið var að nota allan tímann í að ljúka við fræðsluefni sem þau ætla með inn í árgangana. Flestir hópar eru á lokametrunum og þurfa næst að finna tíma með umsjónarkennurum þess árgangs.

Næsti fundur verður mánudaginn 20. febrúar kl. 13:30 - 14:10 og þar verður farið yfir gátlistann um lýðheilsu.

Þriðjudaginn 31. janúar luku þessar stúlkur við fræðsluefnið sitt um lýðheilsu og fluttu verkefnið fyrir 4. bekk. 

Þær voru búnar að æfa sig vel og fengu spurningar í lokin sem þær gátu svarað af öryggi.

Fimmti fundur Grænfánanefndar, þriðjudagur 13. desember kl. 12:50-13:30

Mætt voru: Karen, Jón Bjartur

Málfríður, Sóley og Tinna hafa síðan síðast farið inn í 1. og 2. bekk með fyrirlestur um lýðheilsu. Að sögn kennaranna sem tóku á móti þeim tókst þeim afar vel að koma fræðslunni til skila.

Nemendur unnu áfram að sínum kynningum. Stefnt er á að allir hópar hafi farið inn í bekkina með kynningar fyrir lok janúar.

Jón Bjartur náði að klára þeirra kynningu og ætlar að finna tíma með umsjónarkennurum til að halda kynninguna fyrir árganginn.

Næsti fundur verður í janúar.

Fjórði fundur Grænfánanefndar, þriðjudagur 29. nóvember kl. 12:50-13:30

Mætt voru: Alfreð, Eygló, Ísabella, Ísak, Jón Bjartur, Karen Sif. Málfríður, Sóley og Tinna komu í lok tímans vegna námsferðar í Vísindasafnið.

Nemendur unnu áfram að kynningum fyrir árganga um lýðheilsu. 

Búið er að skipta hópum á árganga að einhverju leiti,

Mættir nemendur vilja einn fund í viðbót fyrir jól og verður hann haldinn þriðjudaginn 13. desember kl. 12:50-13:30.

Þriðji fundur Grænfánanefndar, föstudagur 11. nóvember

Mætt voru: Alfreð, Camilla, Daníel, Hákon, Ísak, Jón Bjartur, Karen Sif, Katrín Eyja, Margrét, Málfríður, Perla, Sóley Kría, Stella og Tinna. Þetta eru nemendur úr 3. - 7. bekk. 

Fundurinn var í tvær kennslustundir og náðist gott flæði í vinnuna.

Nemendur héldu áfram með fræðsluefnið sem þau byrjuðu á, á síðasta fundi. Einn hópur, 3 stúlkur úr 7. bekk, komst svo langt að ljúka við kynninguna sína og þurfa nú aðeins að æfa hana og síðan eru þær tilbúnar að fara inn í 1. og 2. bekk fljótlega með fræðslu í samráði við umsjónarkennara þeirra hópa. 

Hinir þrír hóparnir halda áfram með vinnuna á næsta fundi sem verður haldinn þriðjudaginn 29. nóvember kl. 12:50-13:30.

Annar fundur Grænfánanefndar, þriðjudagur 18. október

Mætt voru: Alfreð, Daníel G, Eygló, Hákon, Ísabella, Ísak Borg, Jón Bjartur, Margrét, Málfríður, Sóley og Tinna.

Verkefni dagsins var að byrja á fræðsluefni um lýðheilsu fyrir nemendur skólans. Nemendur skiptust í 4 hópa sem völdu sér sjónarhorn á lýðheilsu, t.d. vatnsdrykkju, matarræði eða svefn. Unnið var á Chromebook tölvur og deildu nemendur í hóp með sér einu skjali. Nemendur mega vinna í þessu heima en í næsta tíma höldum við áfram og leggjum vonandi lokahönd á glærurnar. Þá er næsta skref að finna tíma til að halda fræðslufundi fyrir alla árganga.

Næsti fundur er áætlaður föstudaginn 11. nóvember kl. 10:10-11:30 (tvær kennslustundir).

Fyrsti fundur Grænfánanefndar skólaárið 2022-23
Mánudagur 26. september

Mætt voru: Jóhanna, Perla, Camilla Rún, Daníel G, Elma Karen, Embla Margrét, Emilía Guðrún, Hákon, Jón Bjartur, Margrét Magdalena. Nemendur úr 4. bekk voru að fara í ferð með Brosbæ í Gufunesbæ og voru bara á fundinum í 10 mínútur.

Á fundinum skráðu nemendur, sem eru með aðgang að Google Classrom, sig inn á Classroomsíðu Grænfánans. 

Hákon sýndi okkur umhverfisvænan illgresisbana en hann gengur fyrir rafmagni og eyðir illgresi án þess að nota gas eða eitur.

Við fórum yfir stöðu mála frá því í fyrra og töluðum um hvað væri næst. Við komumst að því að nefndin þarf að útbúa fræðslu sem þau geta síðan farið með inn í árgangana. Þar sem þemað okkar er lýðheilsa og samkvæmt könnun frá febrúar í fyrra (sjá fundargerð hér aðeins neðar) sem leiddi í ljós skort á fræðslu á ákveðnum sviðum, var ákveðið að fræðslan ætti að snúast um vatnsdrykkju og hæfilegan svefn fyrir skólabörn.

Á næsta fundi byrjum við á undirbúningi fyrir þessa fræðslu, nemendur þurfa að taka Chromebook tölvurnar með, unnið verður í hópum, 2-4 nemendur í hóp.

Næsti fundur verður eftir 3 vikur, þriðjudaginn 18. október kl. 12:50 í myndmenntastofunni.

Grænfánanefndina 2022-23 skipa eftirtaldir nemendur úr 3. - 7. bekk:

Kynningarfundur Grænfánanefndar

þriðjudaginn 6. september 2022 í myndmenntastofunni

Nemendur sem vilja vera með í nefndinni þetta skólaár skráðu sig á lista á ganginum.

Á fundinn mættu: Katrín Eyja, Karen Sif, Málfríður Ósk, Hákon, Aþena Líf, Sóley Kría, Camilla Rún, Daníel og Tinna.

Nokkrir nemendur sem skráðu sig á listann, komu ekki á fundinn en vilja vera með.

Kynningarfundurinn var stuttur og nýttur til að kynna verkefnið lítillega og benda á upplýsingar á heimasíðu Engjaskóla.

Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 26. september kl. 13:30 - 14:10.

Dagskrá:
- Nefndarmeðlimir skrá sig inn á spjallhópinn á Google Classroom. Þar verður hægt að koma að hugmyndum á milli funda. Ekki er skylda að vera í þessum spjallhópi.
- Talað um verkefni vetrarins og hvað við eigum eftir að gera til að fá að flagga grænfánanum næsta vor.
- Önnur mál

Fimmti fundur Grænfánanefndar.

27. apríl 2022 kl.11:30-12:05 í stofu 24

Mætt voru: Ingimar, Erla, Mikael, Daníel, Hákon, Málfríður, Elma Karen og Karen Sif ásamt Jóhönnu.

Hugarflæði um skref 7 sem er umhverfissáttmáli skólans:

Vertu útipúki - það er bara til ein jörð
Grænfáninn í Engjaskóla


Þetta var slagorðið sem nemendur í nefndinni völdu fyrir skólann.

Ákveðið var að hittast aftur í næstu viku og vinna í Grænfánaveggnum á stóra ganginum. Hugmyndir voru um að búa til stórt tré og láta alla nemendur skólans gera laufblöð með góðum umhverfisóskum til að setja á tréð.

Fjórði fundur Grænfánanefndar

23. febrúar 2022 kl. 10:20 - 11:20 í stofu 4

Mætt voru: Hákon, Mikael, Karen, Málfríður, Daníel, Emma, Erla, Elma og Jóhanna

Dagskrá:

Þriðji fundur Grænfánanefndar

6. desember 2021 kl. 12:50-13:30
fyrir framan stofu 24 og síðan í kjallaranum þar sem óskilamunir eru geymdir.

Það var ekki alveg full mæting í þetta skiptið, krakkarnir úr 6. bekk voru í íþróttum.  Við höfðum talað við Hervöru yfirskólaliða um að fá aðgang að óskilamunum til að reyna að koma einhverju af þeim í réttar hendur. Krakkarnir hvolfdu úr hverjum pokanum á fætur öðrum og fóru yfir hvort einhverjar merkingar sæjust. Það var ótrúlega lítið af merktum fötum, en það sem við fundum var sett í kassa, sorterað eftir árgöngum og Grænfánakrakkarnir gengu í stofurnar til að skila á réttan stað.

Næsti fundur verður í janúar.

Fundargerð 24nóvember
Fundargerð 10. nóvember