Hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi

Vinna við gerð hverfisskipulags fyrir hverfið ykkar er vel á veg komin. Vinnan er afrakstur umfangsmikils samráðs við íbúa á þessu svæði

Íbúafundur borgarstjóra – Hlíðar

Borgarstjóri býður til opins íbúafundar miðvikudaginn 2. febrúar kl. 20:00 fyrir íbúa í Hlíðum, en þeim borgarhluta tilheyra Norðurmýri, Holt, Hlemmur og Öskjuhlíð. Á fundinum kynnir borgarstjóri það sem efst er á baugi í hverfinu og mun eiga samtal við íbúa um framtíð hverfisins.

Streymt verður frá íbúafundinum á þessa vefsíðu og hér verður allt efni aðgengilegt að loknum fundi.
Við verðum á Kjarvalsstöðum fyrir þau okkar sem vilja mæta og að sjálfsögðu gætum við að smitvörnum.
Vefslóð íbúafundarins í kvöld er https://reykjavik.is/ibuafundir/hlidar

Netsamráð

Opnað hefur verið fyrir netsamráð hér á vefnum í tengslum við kynningu á vinnutillögum fyrir hverfisskipulag í Hlíðum.
Öllum er velkomið að taka þátt í þessu samráði sem stendur til og með 9. febrúar  2022 eða jafn lengi og kynningin á vinnutillögum hverfisskipulagsins stendur yfir á netinu.

Innan borgarhluta 3 eru gamalgróin hverfi: Hlíðar, Holt og Norðurmýri en líka hið nýja Öskjuhlíðarhverfi, sem afmarkast af Hringbraut til norðurs, Reykjavíkurflugvelli til vesturs, strandlengju Fossvogs til suðurs og Bústaðavegi og Suðurhlíð til norðausturs.

Í forsendum hverfisskipulags er borgarhlutanum skipt í þrennt: Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðar og Öskjuhlíðarhverfi, og fær hver hluti sitt hverfisskipulag

Kynning á vinnutillögum
Þær hugmyndir sem hér eru kynntar koma meðal annars frá íbúum á fyrri stigum samráðsins og hafa verið unnar áfram af sérfræðingum okkar. Tillögurnar eru enn í vinnslu og hvetjum við ykkur til að hafa áhrif á þær með því að taka þátt í samráðinu sem nú stendur yfir. Saman mynda þessar vinnutillögur drög að framtíðarsýn sem verður unnin áfram eftir ábendingar og athugasemdir sem berast í þessari samráðsumferð.

Vinnutillögur fyrir borgarhluta 3 – Hlíðar eru kynntar hér á vefnum frá 19. nóvember til 9. febrúar 2022.
Vinnutillögurnar verða til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember.
Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir við vinnutillögur til 9. febrúar 2022. Ef þú vilt koma með ábendingu eða gera athugasemdir má senda tölvupóst á netfangið skipulag@reykjavik.is.

Horft verður til allra athugasemda þegar gengið verður frá endanlegri tillögu að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi.

Deildarstjóri Hverfisskipulags segir frá vinnunni við skipulagið
Ævar Harðason
Deildarstjóri Hverfisskipulags
Reykjavíkur.

Gott samtal við íbúa

Hverfisskipulag hefur verið í vinnslu eftir umfangsmikið samráð við íbúa, jafnt unga sem aldna, á árunum 2016 til 2017. Tillögurnar eru byggðar á þeim fjölmörgu hugmyndum, ábendingum og áherslum sem íbúar settu fram á íbúafundum, í rýnihópum og í vinnu með börnum og ungmennum í skólum hverfanna. Hér má lesa ítarlegra yfirlit yfir samráðsferlið.

Einnig er hægt að skoða Miðasjá hverfisskipulags, sem heldur utan um alla þá miða sem íbúar hafa sett fram á íbúafundum til að tjá hugmyndir eða skoðanir.

Kynningargöngur í hverfunum

Efnt var til léttra göngutúra um Hlíðar í tengslum við kynninguna á vinnutillögunum á Kjarvalsstöðum og var þátttaka nokkuð góð. Starfsmenn borgarinnar og skipulagsráðgjafar sögðu frá helstu hugmyndum um uppbyggingu í hverfunum.

Hér má skoða myndbönd:

Miklabraut og Norðurmýri
20. nóvember 2021

Holtin og Klambratún
20. nóvember 2021

Miklubrautarstokkur og nágrenni
20. nóvember 2021