Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“

Kári Stef­áns­son seg­ist ekki vera mað­ur­inn sem Edda Falak vís­ar til sem vændis­kaup­anda, en seg­ist vera með tár­um yf­ir því hvernig kom­ið sé fyr­ir SÁÁ. Hann hafi ákveð­ið að hætta í stjórn sam­tak­anna vegna að­drótt­ana í sinn garð. Edda seg­ist hafa svar­að SÁÁ í hálf­kær­ingi, enda skuldi hún eng­um svör.

Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar

Kári Stefánsson segist hundrað prósent viss um að það sé ekki hann sem Edda Falak sé að vísa í á samfélagsmiðli þegar hún nefnir þjóðþekktan mann sem hafi keypt vændi af konu. Edda segist í samtalið við Stundina ekki ætla að greina frá því hver maðurinn sé. Svar hennar til núverandi stjórnanda og fyrrverandi stjórnanda hjá SÁÁ sem spurðu um þessi skrif hennar hafi verið innihaldslaust enda sé hún alltaf fyrst og fremst að huga að trúnaði við þolanda. 

Edda FalakÆtlar ekki að greina frá því hver maðurinn sé. Hennar trúnaður sé fyrst og fremst við þolandann.

Edda Falak birti í gærmorgun eftirfarandi færslu inn á Baráttuhópi gegn ofbeldismenningu á Facebook. Hópurinn er öllum opinn sem eru á Facebook en hann telur um 6.500 meðlimi: 

 

 Sem fyrr segir birti Edda Falak þessa færslu í hópnum í gærmorgun. 

 

„Mér er sagt að gerandinn sé Kári Stefánsson“

Síðdegis átti að fara fram formannskjör í SÁÁ en Einar Hermannsson fyrrverandi formaður sagði af sér formennsku fyrir rúmri viku eftir að upp komst að hann hefði fyrir nokkrum árum keypt vændisþjónustu af konu sem var í mikilli fíkniefnaneyslu og skjólstæðingur SÁÁ. Sigurður Friðriksson sem var varaformaður í tíð Einars Hermannssonar er einnig hættur.  Síðastliðinn mánudag tilkynnti Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar að hún ætlaði að bjóða sig fram til formanns SÁÁ á fundinum sem halda átti í dag.

„Mér hefur verið sagt að gerandinn sé Kári Stefánsson. Getur þú staðfest við stjórn SÁÁ að svo sé ekki?“
Arnþór Jónsson

Skömmu fyrir hádegi í dag sendi Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og núverandi stjórnarmaður í SÁÁ  Þóru Kristínu bréf sem 48 manna stjórn SÁÁ fékk afrit af. Í bréfinu birtir Arnþór skjáskot af færslu Eddu Falak frá því deginum áður og spyr:  „Mér hefur verið sagt að gerandinn sé Kári Stefánsson. Getur þú staðfest við stjórn SÁÁ að svo sé ekki?“ 

Stundin hefur ekki upplýsingar um hvort Þóra svaraði bréfinu en Edda Falak segir í samtali við Stundina að hún hafi átt samtöl bæði við Arnþór og konu úr núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ og þau hafi spurt hvort hún væri að tala um Kára.

Edda segir í samtali við Stundina að hún hafi svarað þeim báðum af hálfkæringi því hún hafi ekki haft í hyggju að opinbera nafn mannsins við fólk út í bæ því hennar trúnaður sé við þolandann. 

„Ég svaraði konu úr stjórn SÁÁ og þessum fyrrverandi formanni SÁÁ í hálfkæringi, þetta var innihaldslaust svar af því að ég þarf ekki að svara fyrir neitt“
Edda Falak

„Ég ætla ekki að greina frá því hver þessi maður er. Ég svaraði konu úr stjórn SÁÁ og þessum fyrrverandi formanni SÁÁ í hálfkæringi, þetta var innihaldslaust svar af því að ég þarf ekki að svara fyrir neitt, enda er ég fyrst og fremst bundin trúnaði gagnvart þolandanum og í öðru lagi hef ég engan áhuga á að taka þátt í einhverri pólitík innan SÁÁ,“ segir Edda Falak í samtali við Stundina. 

Hætti við formannsboð eftir fyrirspurnina 

Rúmum fjórum klukkustundum eftir að Arnþór Jónsson sendi fyrirspurn til Þóru Kristínar og afrit til allrar stjórnarinnar, eða á fjórða tímanum í dag, sendi Þóra Kristín frá sér yfirlýsingu til aðalstjórnar SÁÁ sem hún síðar birti á Facebook síðu sinni þar sem hún segist draga framboð sitt til formanns SÁÁ til baka og fari úr aðalstjórn samtakanna. Hún segir í yfirlýsingunni að Kári Stefánsson segi sig einnig úr aðalstjórninni.

Þóra Kristín segir að hún hafi fyrirfram vitað að það ríkti hálfgert stríðsástand í samtökunum og að hún hafi ekki farið varhluta af því þótt barist hafi verið að tjaldabaki. 

„Nú er unnið að því leynt og ljóst að safna glóðum elds að höfði mér úr mínu einkalífi og þar er af nógu að taka enda hef ég líkt og aðrir sem hafa farið í áfengismeðferð, lent á vegg í lífinu og gert og sagt hluti sem ég er ekki stolt af,“ skrifar hún og sakar fyrrverandi stjórnendur samtakanna um að standa fyrir ófrægingarherferð gegn Kára Stefánssyni á netinu.

„Nú er unnið að því leynt og ljóst að safna glóðum elds að höfði mér úr mínu einkalífi“
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

„Það er sýnu alvarlegra að fyrrverandi stjórnendur SÁÁ eru líka að hlaða í bálköst á samfélagsmiðlum fyrir Kára Stefánsson yfirmann minn og náinn vin sem hefur einnig gert margt í sinni fortíð undir áhrifum áfengis sem hann hefði betur látið ógert og situr líkt og ég í aðalstjórn SÁÁ og er löngu hættur að drekka,“ skrifar hún. 

Sendi bréf á stjórnina

Í bréfi sem Frosti Logason, fjölmiðlamaður og stjórnarmaður í SÁÁ, sendi stjórn eftir að Þóra og Kári sögðu sig úr aðalstjórn og vísir birti nú undir kvöld segir Frosti að Þóra Kristín og Kári Stefánsson hafi ákveðið að draga sig alfarið úr stjórn samtakanna vegna þeirrar „ofbeldishegðunar“ sem Arnþór Jónsson og félagar hafi verið að sýna af sér í dag eins og á liðnum árum.

„Það skal tekið hér fram að Edda Falak hefur staðfest það við Arnþór að ekki sé um Kára Stefánsson að ræða í þessum orðrómi um vændiskaup sem hún var að fiska eftir á samfélagsmiðlum. Eftir stendur að ítrekað ofbeldi Arnþórs og félaga heldur áfram að eyðileggja fyrir okkar ágætu samtökum og það er miður. Ég vildi bara hafa ykkur upplýst um þetta,“ segir í bréfi sem Frosti Logason sendi stjórn SÁÁ.

Sem fyrr segir sagði Edda í samtali við Stundina að ekkert hefði verið marktækt í svörum sínum, enda skuldi hún engum svör og ætli ekki að gefa upp hver maðurinn sé. 

Svekktur yfir stöðu samtakanna 

Stundin hafði samband við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og spurði hann hvers vegna hann hefði sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ. Kári segir að það hafi hann gert vegna aðdróttana fyrrverandi stjórnenda SÁÁ í sinn garð.

Kári: „Þeir bjuggu til aðdróttanir í minn garð úr efni sem þeir fundu annars staðar.“

„Þeir bjuggu til aðdróttanir í minn garð úr efni sem þeir fundu annars staðar“
Kári Stefánsson

Blm: Hvaða efni?

Kári: „Það sem Edda Falak setti inn á síðu á Facebook.“

Blm: Er hún að skrifa um þig?

Kári: „Ég er hundrað prósent viss um að það er ekki verið að tala um mig, öðruvísi en að fólk sé að skálda.“ 

Blm: Ertu að hætta þess vegna?

Kári: „Ég er að hætta vegna þess að í undirbúningi fyrir þennan fund þar sem kjósa átti nýjan formann er verið að draga fram skít um þá sem eru í þessari stjórn, til dæmis að ég ætlaði að taka yfir SÁÁ. Ég nenni ekki að standa í þessu þegar svona mikill órói er.“

Kári segist vera með tárum yfir hvernig komið sé fyrir samtökunum. „Ég hef hjálpað til að koma ótrúlega miklum fjölda fólks inn á Vog og hef haft mikið samband við sjúkrahúsið vegna aðstandenda og mér þykir mjög vænt um SÁÁ.“

Stakk upp á framboði Þóru 

Kári segir einnig að hann hafi „borið ábyrgð“ á því að Þóra Kristín fór í framboð. „Ég stakk upp á því. Hún er röggsöm kona og ofboðslega klár og fylgin sér og ég held það hafi verið gott hjá henni að hætta við formannsframboð. Nú getur fólkið í SÁÁ tekið skref aftur á bak og spurt: Hvað er að hjá okkur og hvað viljum við vera?“ segir Kári Stefánsson. 

Formanns- og varaformannskjör í SÁÁ átti að fara fram síðdegis en eftir að Þóra Kristín hætti við formannsframboð var fundi frestað til 14. febrúar næstkomandi.  

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    María Sigurðardóttir skrifaði
    Hvernig er hægt að "verða fyrir vændi"? bara þessi setning varð til þess að ég hætti að lesa!
    -1
  • Bylgja Jóhannsdóttir skrifaði
    "Það leitaði til mín kona sem varð fyrir vændi ...." ?????
    Þetta stingur í augun og hjartað líka .... verður fólk í dag "fyrir vændi"?????????
    Lenti þá þessi kona bara alveg óvart í því að verða fyrir þessu!!!!!????

    Spyr sá sem ekki veit?????
    -1
    • Eva Þórðardóttir skrifaði
      Vændi er kynferðisofbeldi. Er þá ekki best að orðanotkun spegli það?
      1
  • Larus Omar Gudmundsson skrifaði
    Ég sem fyrrverandi sjúklingur á sjúkrahúsinu Vogur er gráti næst yfir því ástandi sem er komin upp í samtökunum SÁÁ. Ég á líf mitt að þakka þeirri þjónustu sem veitt er á Vogi. Að pervertar og níðingar hafi náð inn í innsta kjarna þessara samtaka er þyngra en tárum taki. Ég hér með hætti mínum mánaðarlegu framlögum til samtakana þangað til að skikki verði komið á æðstu stjórn samtakana. Við erum öll þjáningarbræður/systur í sameiginlegri baráttu en einhverjir virðast hafa gleymt því og látið annarlegar hvatir eða pólitískan metnað stýra sínum gjörðum. Skammist ykkar, þið takið það til ykkar sem það eigið.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Eru stjórnarsetur einhver aflátsbréf fyrir gamla saurlífsseggi,jújú ég drakk svolítið í denn en núna er ég í stjórnini þar sem fræga fólkið kemur sér saman ,skamis þið ykkar
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu