Ferill 669. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1200  —  669. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um hjónaskilnaði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu oft var óskað eftir hjónaskilnaði árið 2023, greint eftir mánuðum? Þess er óskað að fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní sé svarið greint eftir því hvort um var að ræða umsókn um skilnað að borði og sæng skv. 33. eða 34. gr. hjúskaparlaga eða lögskilnað skv. 37., 39. eða 40. gr. laganna. Fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember komi auk þess fram fjöldi þeirra umsókna sem voru á grundvelli 43. gr. a hjúskaparlaga.

    Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum frá sýslumannaráði og dómstólasýslunni vegna fyrirspurnarinnar. Þau svör bárust frá dómstólasýslunni að ekki væri unnt að taka út umbeðna tölfræði úr málaskrám dómstólanna. Byggist eftirfarandi svar því einungis á þeim upplýsingum sem bárust ráðuneytinu frá sýslumannaráði.
    Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannaráði bárust sýslumönnum 1457 umsóknir um hjónaskilnaði árið 2023. Nánari sundurliðun á umsóknunum, eftir lagagrundvelli kröfunnar eða umsóknar, er að finna í eftirfarandi töflu. Í samræmi við efni fyrirspurnarinnar byggjast upplýsingarnar á því á hvaða grundvelli krafa um hjónaskilnað, eftir atvikum skilnað að borði og sæng eða lögskilnað, var sett fram í upphafi og óháð því hvort sú krafa hafi síðar tekið breytingum hjá málsaðilum eða aðilar orðið ásáttir um önnur málalok. Í töflunni er fjöldi mála skráður niður á mánuði miðað við upphafsdag máls en ekki dagsetningu málaloka. Að lokum má nefna að í sumum málum lá grundvöllur hjónaskilnaðar ekki fyrir við upphaf máls og því var hann ekki skráður.

Umsóknir um hjónaskilnaði hjá sýslumönnum árið 2023.

jan. feb. mars apríl maí júní júlí ág. sept. okt. nóv. des. Samtals
Lögskilnaður (37. gr.) 4 7 2 5 8 6 2 3 5 1 3 2 48
Lögskilnaður (39. gr.) 16 12 12 11 15 15 6 6 5 5 1 5 109
Lögskilnaður (40. gr.) 3 5 2 4 3 4 4 0 1 1 2 2 31
Lögskilnaður (43. gr. a) 16 56 34 49 57 38 250
Lögskilnaður að undangengnum skilnaði að borði og sæng (36. gr.) 36 38 47 39 45 38 35 47 33 45 59 36 498
Skilnaður að borði og sæng (33. gr.) 33 39 34 22 30 34 14 20 15 10 16 11 278
Skilnaður að borði og sæng (34. gr.) 13 13 18 8 11 9 2 7 6 6 12 5 110
Ótilgreint eða óskráð 2 14 8 4 10 13 9 6 10 10 30 17 133
Samtals 107 128 123 93 122 119 88 145 109 127 180 116 1457