hero

Súkkulaðipönnukökur

Þessar súkkulaðipönnukökur sem innihalda engan hvítan sykur eru ljúffengar. Algjörlega fullkomnar á góðum sunnudegi, í helgarbrunchinn eða bara hvenær sem mann langar í eitthvað ljúffengt. Mjög einfaldar og hægt að bera þær fram með ferskum berjum, bönunum og smá rjóma eða bara borða þær einar og sér. Ég hvet ykkur til þess að prófa!

Innihald

2 egg

1/2 tsk vanilludropar

2 bollar spelt/möndlumjöl eða hveiti

2 tsk vínsteinslyftiduft

1 1/2 bolli möndlumjólk

100 g dökkir súkkulaðidropar

Smá skvetta Agave síróp

Aðferð

Hrærið öllu saman nema sírópinu og bakið við vægan hita á pönnukökupönnu í þeirri stærð sem ykkur langar til. Berið fram með smá Agave sírópi, ferskum berjum, bönunum, rjóma eða bara því sem hugurinn girnist. Njótið vel!

Skráðu þig á póstlistann!