Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Sterk & Stolt | Fimmtudagskrydd

  • 29.2.2024, 17:00 - 18:00, Bókasafn Árborgar, Selfoss

Í tilefni af Hinsegin viku í Árborg verður Margrét Tryggvadóttir rithöfundur gestur okkar á Bókasafni Árborgar Selfossi og fjallar um bækurnar sínar Sterk og Stolt. 

Margrét Tryggvadóttir fékk verðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir handrit sitt að Sterk árið 2021 og segir í umsögn dómnefndar:

Þetta er grípandi saga sem dregur upp mynd úr lífi minnihlutahópa á Íslandi. Sagan fjallar meðal annars um daglegt líf og viðkvæma stöðu transfólks og innflytjenda í samfélaginu"

Margrét hefur þó einkum skrifað bækur fyrir börn og sömuleiðis hefur hún þýtt nokkrar barnabækur. Fyrir bækur sínar hefur Margrét hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar.

Ritaskrá

  • 2023 Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina
  • 2023 Stolt
  • 2022 Leitin að Lúru (ásamt Önnu C. Leplar)
  • 2021 Sterk
  • 2021 Reykjavík barnanna (ásamt Lindu Ólafsdóttur)
  • 2020 Bergrisinn vaknar: veröld vættanna (ásamt Silviu Pérez)
  • 2019 Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir
  • 2016 Íslandsbók barnanna (ásamt Lindu Ólafsdóttur)
  • 2014 Útistöður
  • 2007 Drekinn sem varð bálreiður (ásamt Halldóri Baldurssyni)
  • 2006 Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinsum hennar (ásamt Halldóri Baldurssyni)
  • 2006 Skoðum myndlist – heimsókn í Listasafn Reykjavíkur (ásamt Önnu C. Leplar, í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur)

Verðlaun og viðurkenningar

  • 2021 Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir Sterk
  • 2016 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna fyrir Íslandsbók barnanna (ásamt Lindu Ólafsdóttur)
  • 2007 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna fyrir Skoðum myndlist
  • 2006 Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir Söguna af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar (ásamt Halldóri Baldurssyni)
  • 2004 Verðlaun bóksala – önnur besta þýdda barnabókin: Kóralína eftir Niel Gaiman

Arborg-pride-enginn

 

 

 

 


Viðburðadagatal

2.3.2024 - 25.8.2024 Listasafn Árnesinga Listasafn Árnesinga | Fjórar sýningar

Fjórar sýningar frá 02. mars til og með 25. ágúst.
Loftnet | Hamflettur | Kaþarsis | Draumur móður minnar

Sjá nánar
 

24.4.2024 - 31.5.2024 Sundhöll Selfoss Með mold á hnjánum | Sundhöll Selfoss

Saga og þróun garðyrkju í Árnessýslu ásamt uppbyggingu ylræktunar og útiræktunar eru rakin í þessari fróðlegu sýningu í Sundhöll Selfoss.

Sjá nánar
 

9.5.2024 20:00 - 21:00 Strandarhlaup 2024

Strandarhlaup Ungmennafélags Stokkseyrar við Skálann verður haldið fjóra fimmtudaga í röð.

Sjá nánar
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica