Ósáttir við útkallstíma viðbragðs

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Seltirningar eru ósáttir við útkallstíma viðbragðsaðila þegar á það er litið að lengri tíma tekur að bregðast við vá í bænum en þær tíu mínútur sem miðað er við í brunavarnaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þeir gera kröfu um að aðstöðu fyrir slökkvi- og sjúkralið verði komið upp nær Seltjarnarnesi, í vesturhluta borgarinnar, til að mynda á háskólasvæðinu eða á Granda, til að auka öryggi íbúa á svæðinu.

Þá sé ljóst að ástandið versni að mun þegar framkvæmdir við nýtt byggingasvæði í Skerjafirði hefjast og þangað flytjast þeir 3.600 nýju íbúar sem gert er ráð fyrir að taki sér bólfestu í nýrri byggð í Skerjafirði.

Þór telur að ljósastýrð gatnamót Hringbrautar og Ánanausta verði flöskuháls.
Þór telur að ljósastýrð gatnamót Hringbrautar og Ánanausta verði flöskuháls. Sigtryggur Sigtryggsson

„Við erum alls ekki sátt við viðbragðið. Ekki bætir úr skák að borgarskipulagið og Vegagerðin töldu ljósastýrð T-gatnamót í stað hringtorgsins við JL-húsið bestu lausnina fyrir umferðarflæði þar. Sú hugmynd er vonandi komin í tætarann. Það myndi tefja viðbragðsaðila enn frekar og skapa enn meiri tafir fyrir okkur úti á Nesi, hvað þá fyrir 25 þúsund Vesturbæinga á leið í og úr vinnu,“ sagði Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness í samtali við Morgunblaðið.

Nánar er rætt við Þór í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert