Árni Tómas Ragnarsson: „Öllum er sama og fyrirlíta þá. Fjölskyldan líka. Læknar líka.“
Árni Tómas Ragnarsson
Árni Tómas Ragnarsson

Ég hef unnið sem læknir í tæpa hálfa öld. Langmest sem gigtlæknir og hef sem slíkur reynt að minnka verki og aðra vanlíðan skjólstæðinga minna, auka vellíðan þeirra og minnka skaða sjúkdóma á líf þeirra. Það er afar þakklátt og skemmtilegt starf. Oftast árangursríkt, að minnsta kosti að vissu marki. Flestum líður betur eftir meðferðina, en ég hef ekki bjargað mörgum mannslífum, frekar en aðrir læknar, jafnvel enn síður. Ég hef sinnt um 20 þúsundum einstaklingum á læknisævi minni og það hefur verið góður tími. Margir hafa orðnir miklir vinir mínir og mér þykir vænt um þá. En ég er orðinn 72 ára, er ekki hættur, en í það stefnir. Og það eru ekki margir læknar sem hafa áhuga á eða geta tekið við þessum vinum mínum. Það er vond tilhugsun.

En nú á síðustu árum hefur rekið á fjörur mínar fólk með annars konar vandamál, fólk sem hefur þurft á brýnni aðstoð að halda en ekki fengið hana frá heilbrigðiskerfinu nema að litlu leyti. Þetta er fólk eins og flest

...