Landsvirkjun hagnast um 13 milljarða króna

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Ljósmynd/Aðsend

Hagnaður Landsvirkjunar á fyrstu níu mánuðum ársins nam 103 milljónum bandaríkjadala eða rúmum 13 miljörðum króna, en var 61 milljóni dala á sama tíma í fyrra, eða átta milljarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins.

Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 154 mm. dala, eða 20 milljörðum króna og hækkar um 66,6% miðað við sama tímabil í fyrra.

Rekstrartekjur Landsvirkjunar námu 397 m. dala, eða 51,6 mö.kr, og hækkuðu um 21 % frá sama tímabili árið áður.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar segir í tilkynningunni að rekstrarumhverfi fyrirtækisins hafi haldið áfram að batna á þriðja fjórðungi ársins. Hagur viðskiptavina hafi haldið áfram að vænkast, en þeir hafa jafnt og þétt aukið raforkunotkun sína og keyri flestir á fullum afköstum, auk þess sem spurn eftir framleiðslu þeirra hafi náð fyrri styrk og sé í mörgum tilvikum meiri en hún var í upphafi faraldursins.

„Raforkukerfi Landsvirkjunar nálgast það nú að vera fullnýtt. Meðalálverð á tímabilinu var nærri helmingi hærra en á sama tíma árið áður, auk þess sem raforkuverð á Nord Pool markaðinum fimmfaldaðist, eftir sögulega lágt verð í fyrra,“ segir Hörður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK