Fara í efni

Hugmynd að samfélagsverkefnum

Hér getur þú sent inn hugmynd að samfélagsverkefni til heimastjórna í Múlaþingi. Sem dæmi um slík verkefni má nefna stígagerð, leiktæki, fræðslu- og upplýsingaskilti, hvíldarbekkur o.s.fr.

Heildarupphæð til framkvæmda fyrir þessi verkefni er 10 milljónir, sem skiptast þannig:

  • 2 milljónir á Borgarfirði,
  • 2 milljónir á Djúpavogi,
  • 2 milljónir á Seyðisfirði og
  • 4 milljónir á Fljótsdalshéraði.

Mikilvægt er að lýsa hugmyndinni vel. Gott er að senda með ljósmyndir af sambærilegum verkefnum, tillögu að staðsetningu, áætlun um kostnað og aðrar viðeigandi upplýsingar til útskýringar og útfærslu á hugmyndinni. Rétt er að hafa í huga að ekki er víst að hægt sé að framkvæma allar þær hugmyndir sem berast. Einnig geta hugmyndir verið útfærðar og framkvæmdar með öðrum hætti en hugmyndasmiður leggur til.

Frestur til að skila inn hugmyndum að samfélagsverkefnum er til 28. febrúar.

Reynið að lýsa hugmyndinni eins vel og mögulegt er þannig að auðvelt sé að átta sig á henni, ef nákvæm staðsetning skiptir máli látið hana koma fram o.s.fr.
Ef áætlaður kostnaður liggur fyrir er gott að láta hann koma fram, en ekki nauðsynlegt.
Myndir af sambærilegum verkefnum eða myndir frá staðsetningu hugmyndar koma að gagni.